lørdag 12. januar 2008

Út að borða

Við fórum út að borða í dag, öll fjölskyldan, fórum á Kjesk og eins og alltaf var maturinn góður. Annars er ekkert að frétta af okkur, bara laugardagur til leti:-)

Ég og Ásgeir erum að fara á fund á mánudaginn út af honum Aron Snæ. Þetta er bara svona fundur þar sem við förum í gegnum hvernig gangi hjá honum núna þegar hann er á lyfjum. Svo þarf ég að fara á annan fund um kvöldið, ég er nefnilega í einhverju foreldrafélagi, man ekki alveg hvað það heitir, en þarna eru saman komnir fulltrúar foreldra barna í öllum skólum í Vennesla. Ekki mjög spennandi, vægt til orða tekið. Svo þarf ég að fara á fund í leikskólanum á fimmtudaginn, þar á að ræða um það hvað okkur starfsmönnunum finnst um að leikskólastjórinn kaupi leikskólann og reki hann ein.

Koss og knús frá Maju og co

1 kommentar:

Anonym sa...

Fundur, fundur, fundur....

kveðja,
Gulla