søndag 27. januar 2008

Sunnudagsmorgun

Ég sit hérna og drekk kaffi, ekki íslenskt heldur norskt sull. Ingólfur er farinn til Stian, Aron Snær er hjá Erlend og Ásgeir er að vinna, þannig að það er bara rólegt hjá mér. Eiginlega ætlaði ég að fara að skúra gólfin hjá mér, en af einhverjum ástæðum ákvað ég frekar að blogga aðeins. Hef svo sem ekki frá neinu merkilegu að segja, en ég verð að viðurkenna að skúringarkústurinn var ekki alveg eins spennandi og tölvan:-)

Eins og þið flest vitið þá á hann Ingólfur minn afmæli þann 7 feb. og þá verður drengurinn 15 ára, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. En hann er búinn að vera að segja okkur, alveg síðan á jólunum, hvað honum langar í í afmælisgjöf. Gitar hero III (kann ekki að skrifa þetta) er efst á óskalistanum, svo fann hann einhverja netbúð sem selur boli, peysur, töskur, klukkur og ég veit ekki hvað og hvað, merkt Metallica, svo að honum langar í hettupeysu þaðan. Hann fann líka skyrtu fyrir ferminguna sína í þessari búð, veit ekki alveg hvort að það passar að vera í skyrtu merktri Metallica þegar maður fermist? Svo fann hann það út þessi elska, að þetta árið á hann eftir að elska okkur foreldra sína í 3 daga, sem sagt afmælisdaginn sinn, fermingardaginn sinn og á jólunum, venjulega elskar hann okkur bara í 2 daga:-) Hann er ekki alveg í lagi.

Við hjónin ætlum með strákana í bíó á morgun, á þessum bæ er það þannig að það verður að fara á sitthvora myndina, eina hasarmynd og eina teiknimynd. Orsök þess er mismunandi smekkur drengjanna, þannig að Ásgeir og Ingólfur ætla saman á National Treasure og ég og Aron Snær ætlum að fara saman á einhverja býflugu mynd. En mig langar svo að sjá norska mynd sem heitir Kautokeino opprøret, kannski Alexandra vilji fara með mér á hana.

Koss og knús frá Maju sem er að drekka eitthvað kaffisull og dauðöfundar þá sem geta skroppið út í búð og keypt sér Merrild kaffi:-)

1 kommentar:

Anonym sa...

Jæja góða mín er verið að hinta mann á því að þú ert búin með jólagjöfin frá mér!! Sem sagt Merrild kaffið er Búið, jájá jájá ég náði þessu.

Hey já takk fyrir að kvitta í gestabækurnar hjá krökkunum, þau voru voða glöð með Maju frænku sína í Norge.

Bið að heilsa ölum, bestu kveðjur Inga