torsdag 27. mars 2008

Aðgerð og mynd af ömmubarninu

Hér er fyrsta myndin af ömmubarninu mínu:-) Pínkulítið kríli, en það á nú eftir að stækka.

Ég er bara furðuhress eftir aðgerðina, að vísu er ég þokkalega bólgin og marin, en það á eftir að jafna sig. Ég var komin heim klukkutíma eftir að ég vaknaði, fór með Ásgeiri að versla og var bara í góðu formi, en í gær var ég ekki alveg eins hress, en það er bara eðlilegt. Læknirinn sem skar mig hringdi í mig í gærmorgun bara til að heyra hverning ég hefði það, og samkvæmt honum þá er það alveg eðlilegt að finna til og vera bólgin þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu. En það er víst bannað að vera með hringi á fingrunum þegar maður fer í aðgerð og ég gat ekki náð þeim af mér sjálf, þannig að þegar það var búið að svæfa mig voru þeir fjarlægðir og ég er frekar nakin á höndunum og marin:-) En að vísu þá fæ ég marbletti út af engu.

Páskaeggin smökkuðust bara vel, enda ekkert sem er eins gott og íslenskt súkkulaði:-)

Koss og knús frá Maju og liðinu hennar.

5 kommentarer:

Anonym sa...

oh my god krúsí krúsí krúsí, elsku amma þú átt eftir að taka þig vel út í þessu hlutverki, haha... skilaðu frábærri kveðju til verðandi foreldra og að sjálfssögðu sendi ég koss og knús til ykkar hinna líka.

kv Inga.

Anonym sa...

hæhæ, Jónbjörg heiti ég frænka Ásgeirs, vona að það sé í lagi að ég sé að kíkja og fylgjast með, rosalega gaman að sjá myndir af krökkunum, hef aldrei séð þau áður hehe, rosalega gaman að lesa skrifin þín og skoða myndirnar og fyndið hvað Ásgeir hefur ekkert breyst, enn með sítt hár hahaha. Ég man nefnilega rosalega vel eftir honum og Óla frá því ég var lítil og þá var hann sko líka með sítt hár;) bara töff:) en hafið það gott:)
Kveðja frá Íslandi
Jónbjörg og fjölskylda

Anonym sa...

og auðvitað til hamingju með bumbuljósið:) endilega kíkktu á síðuna okkar http://www.hlidargata10.barnaland.is lykilorðið af albúminu er blærinn

kv Jónbjörg

Anonym sa...

Halló rakst á síðuna í gegnum jónbjörgu og vidi bara kvitta fyrir mig kveðja Alda Heimisdóttir frænka Ásgeirs :)

www.blog.central.is/alda73

Anonym sa...

Hæhæ við verðum rétt hjá orhus:) en við tilheyrum bæ sem heitir hornslet það er 4 kílómetra frá okkur við flytjum í húsið 8 Apríl:) kveðja Alda frænka.