lørdag 15. mars 2008

Páskafrí:-)

Já, ég og strákarninr mínir erum sko komin í laaangt páskafrí og af því tilefni vildi ég sýna ykkur páskaungann sem hann Aron Snær prjónaði (með smá hjálp frá mér) Er hann ekki flottur? Alveg er það merkilegt að hann Aron Snær skuli hafa þolinmæði í að prjóna og hekla, honum finnst það svo gaman, stundum sitjum við mæðginin saman fyrir framan sjónvarpið með handavinnuna okkar og höfum það notalegt:-)
Þetta var útsýnið á pallinum hjá mér klukkan 8 í morgun, alveg yndislegt:-) Vona að veðrið verði svona næstu dagana.

Ég er loksins komin með dagsetningu á aðgerðina, ég fer þann 25 mars, þannig að ég á ekki von á því að mæta aftur í vinnu fyrr en 7 apríl. Ég get ekki beðið, það verður sko gott að losna við þetta drasl.

Ég er búin að vera að vinna eins og geðsjúklingur þessa vikuna, hef tvisvar sinnum þurft að mæta kl 6, þá vorum við með páskamorgunmat fyrir börnin og foreldrana. Svo eru svo margar í vinnunni búnar að vera veikar og við höfum bara einn vikar, þannig að við sem höfum mætt í vinnu þurfum þar af leiðandi að gera ennþá meira en við eigum að gera.

Á mánudag og þriðjudag voru foreldrafundir hjá strákunum, Ingólfurinn minn er að sjálfsögðu fyrirmyndarnemandi sem nennir ekki að leggja of mikið á sig:-) Hann er búinn að sjá það að þegar hann gerir ekkert fær hann 4 á öllum prófum, þannig að ég er að reyna að fá hann til að leggja aðeins meira á sig og þá fær hann kannski 5 eða 6, en við sjáum til hverning það fer. Annars er hann með 5 í ensku, hann fékk 6 í sögu og í öllum hinum fögunum er hann með 4. En þá að honum Aroni mínum, ég get nú ekki sagt að hann sé að brillera í skólanum, en hann reynir þessi elska. Annars höfum við verið að prufa ný lyf hjá honum þetta árið og það hefur ekki gefið góða raun, þannig að allar kannanir sem hann hefur tekið eru eiginlega marklausar. Ég held að ég hafi sagt það hér áður að börn í norskum skólum byrja ekki að taka próf fyrr en í 8 bekk, enda má ekki leggja of mikið á þessar elskur og meira að segja krakkar eins og Aron geta farið í gegnum barna- gagnfræða og menntaskóla án þess að þurfa að taka próf, takk fyrir. Menntakerfið hér er ekki alltaf til fyrirmyndar, en ekki mikið sem ég get gert til að breyta því:-)

Koss og knús frá Maju sem er komin í frí:-)

Ingen kommentarer: