

Annars er bara allt gott að frétta hjá okkur hér í Norge, Ásgeir grillaði fyrir okkur í gær, fyrsta grillveislan árið 2008, en það voru nú bara pylsur sem rötuðu á grillið í þetta skiptið, verður sjálfsagt eitthvað flottara þegar líða fer á vorið:-) Var að smsast við hana systur mína í gær, þau eru með gesti frá Íslandi í heimsókn, í gær voru þau stödd í Etosa, sem ég er alveg viss um að er þjóðgarður einhverstaðar í Namibíu og þau voru líka að grilla:-) En það voru sko ekki bara pylsur á grillinu hjá þeim, heldur svínakjöt og lamb líka, flott skal það vera, hefði alveg verið til í að vera með þeim þarna, en ég var bara með þeim í huganum:-)
Koss og knús frá Maju og liðinu hennar
1 kommentar:
Hæ
Já þetta er nú ekkert smá krossgáta, þú ert nú svo mikill snillingur að þetta verður ekkert mál fyrir þig, þú ert líka komin í svo langt páskafrí:-)
Vonandi eigið þið eftir að eiga frábæra páska og hafa það sem allra best, ég vona svo að aðgerðin gangi vel.
Kossar og knús frá okkur á Akureyri.
Kv Inga.
Legg inn en kommentar