lørdag 22. mars 2008

Snjómokstur og sorg

Svona leit bíllinn okkar út í morgun kl 9 þegar við fórum út. Það tók dágóðan tíma að moka hann út, en það hafðist á endanum:-)
Hér er Aron ofursterki að hjálpa mér að moka bílastæðið betur, það var gott að fá smá hjálp frá honum. Þegar við vorum búin að moka þokkalega mikið var brunað niður í sentrum, það átti sko að sækja pakkann frá bestu ömmu í heiminum. En hvað haldið þið, helv..... pósthúsið er lokað í dag og opnar ekki aftur fyrr en á þriðjudag:-( ég varð ekkert smá fúl, en það er ekki mikið við þessu að gera. Þannig að þegar þið hin eruð komin með ógeð á páskaeggjum, þá byrjar veislan hjá okkur. Ég sé að ég þarf að kaupa norsk ómerkileg páskaegg fyrir strákana og svo fá þeir bara íslensk alvöru egg tveimur dögum seinna.

Koss og knús frá Maju sem er fúl, en vonar að hún fái ekki fúlegg:-) á þriðjudaginn

1 kommentar:

Anonym sa...

Hvernig smakkaðist svo páskaeggið? :-)

kv,
Gulla