lørdag 25. oktober 2008

Myndir og fréttir

Aron tók mynd af ömmu sinni, hann er bara snillingur með myndavélina drengurinn.
Lúlú sendi mér sms þegar þau voru á leiðinni til okkar, hún vildi bara fullvissa sig um að það væri bara ég sem kæmi að sækja þau, því þau voru með svo mikinn farangur með sér. Ekki málið, en það var hann Unnþór sem var laumufarþeginn:-) Við vissum ekki að hann ætlaði að koma, en engum fannst skrýtið að Lúlú kæmi með svo mikið með sér að það væri ekki pláss fyrir fleiri í bílnum, enda gerir hún það alltaf. Og já ég fékk fullt af kaffi, hún kom með 6 kg af lakkrís, hangikjöt, konfekt, fullt af vettlingum og húfum fyrir okkur, jólakjól á mig sem hún hafði prjónað (og hann er æðislegur:-)) og rúsínan í pylsuendanum var skatan sem þau færðu okkur:-) Núna get ég ekki beðið eftir Þorláksmessu.

Hér er Cassandra í fanginu á henni langömmu sinni, voðalega notalegt.


Svo þurfti afinn að prófa að halda á henni og litla skottið svaf bara.Og hér eru þær mæðgurnar.
Við erum búin að hafa það alveg rosalega gott síðustu dagana, erum búin að fara að skoða okkur aðeins um í Kristiansand og í Sörlandssenteret og Lúlú er auðvitað búin að skoða handavinnubúðirnar:-)
Koss og knús frá okkur öllum í Vennesla

1 kommentar:

Anonym sa...

Frábært að þú fékkst kerti og spil......... NEI ég meina KAFFI OG KJÓL:-)
Gott að allir eru hressir. Kossar og knús.

Kv Inga.