torsdag 16. oktober 2008

Myndir af Cassöndru

Ég og strákarnir fórum og heimsóttum Cassöndru og foreldra hennar í dag:-) Hún var vakandi allan tíman sem við stoppuðum og amman fékk að sjálfsögðu að halda á henni. Alexandra fann það út að það væri best ef að ég , Ásgeir og strákarnir tölum íslensku við hana, því hún verður að sjálfsögðu að læra íslensku líka, en hún og Christoffer tala við hana á norsku.
Hello Kitty, það dugar ekkert annað fyrir svona prinsessur. Ég og Aron fórum svo í dag og keyptum handa henni samfellu, sem á stendur: Ef mamma segir nei við mig, þá spyr ég bara pabba:-) Ferlega krúttlegt, svo keyptum við smekki fyrir hana líka, á öðrum þeirra stendur: höfuð fjölskyldunnar. Ég sá í sumar samfellu sem á stendur: amma mín roolar, þarf að kaupa svoleiðis fyrir hana:-)
En þessi unga og spræka amma er alltaf að vinna, í dag fórum við á Skautrollan, alltaf gaman að koma þangað (Skautrollan er útivistarsvæði sem leikskólinn á og þar eru elstu börnin 3 daga í viku, alveg yndislegt að vera þarna) Inni í þessum kofa, kann ekki betra orð yfir þetta, nema ef vera skildi skýli, borðum við og svoleiðis.
Svo þurfum við að elda matinn yfir báli, krökkunum finnst þetta alveg frábært, ég hef eldað ýmislegt á bálinu, th. hafragraut, wook, ostasamlokur, tómatsúpu og fleira. Það er ekkert sem er eins gott á bragðið og maturinn sem er eldaður á Skautrollan:-) En við skemmtum okkur mjög vel þarna uppi, það eina sem mér líkar ekki við þarna er að það er útikamar, æl, ég get ekki hjálpað krökkunum að fara á hann, mér verður bara flökurt við að opna hurðina inn á hann:-)

Núna eru bara 6 dagar þangað til að Lúlú og Jón koma:-) Frábært.

Ég keypti mér piparkökur í dag, ummm, það eru nefnilega alveg að koma jól, bara 69 dagar þangað til og þeir eiga eftir að líða eins og skot. Ég er samt ekki byrjuð að hlusta á jólalögin, en ég byrja á því í byrjun nóvember, ég er búin að finna fram alla jóladiskana okkar þannig að ég er klár:-) Svo keypti ég jólagos fyrir strákana og jólamarsipan fyrir Ingólfinn minn:-)

Koss og knús frá ömmunni sem er að komast í jólastuuuð:-)

2 kommentarer:

Anonym sa...

Takk Maja mín fyrir að vera svona dugleg að setja inn myndir :-)

kv
Gulla

Anonym sa...

o my o my o my, JÓL!!!"#$%)(/& ég er nú ekki komin svo langt, ég bíð alltaf þangað til Róbert er búin að eiga afmæli og þá fer ég í jólaskap, hann á afmæli 17 nóv ;-) Það er finn tími.

Mér langar að segja það að hún Cassandra er algjört yndi:-) hún er svo mikið krútt og Hello Kitty fer henni vel.

Bestu kveðjur Inga.