lørdag 11. oktober 2008

Fröken Cassandra:-)

Hann Aron var ekkert smá ánægður með hana frænku sína, eins og sjá má á þessari mynd:-) Hann hlakkar mikið til að geta farið með hana út að labba í vagninum, leika við hana og sjálfsagt á hann eftir að kenna henni einhverja nytsama hluti:-)
Ingólfurinn minn átti ekki til orð yfir það hvað hún er lítil og falleg:-) Enda er hún það þessi elska, svo hélt hún í puttan hans og það fannst honum frábært.
Hér er Cassandra komin í bílstólinn og er á leiðinni heim, yndisleg þessi húfa sem hún er með, hún lítur út eins og lítill bangsi.
Hér er hún komin heim í rúmið sitt. Þetta sængurver (eða milliverið) er 40 ára gamalt, saumað af henni tengdamömmu minni og notað af hennar strákum og strákunum mínum og núna var komið að Cassöndru að nota það:-) Hún svaf á leiðinni heim, svaf á meðan hún var klædd úr útifötunum og svaf þegar hún var sett í rúmið sitt, vona að hún verði svona róleg áfram.

Ég þurfti að fara með hann Aron á læknavaktina áðan, honum er búið að vera svo illt í vinstri ökklanum í allan dag, en læknirinn sagði bara að hann væri með bólgur í hælsininni og þyrfti nýja skó. Við erum sko nýbúin að kaupa skó á hann en þeir meiða hann greinilega, þannig að við verðum að finna skó sem eru með mjúkum hæl fyrir hann.

Ég á ekki von á því að hann pabbi minn lesi bloggið mitt (af augljósum ástæðum) en mig langar samt til að senda honum afmæliskveðju í tilefni dagsins:-)

Koss og knús frá okkur öllum hér í Norge

1 kommentar:

Anonym sa...

Hún er algjört æði hún Cassandra, ég og Birgitta Rún erum að skoða bloggið þitt og hún prinsessu frænka þín er alveg að missa sig yfir henni;-)

Já hér eru kertaljós og það var sko afmælismatur í tilefni dagsins:-)

Kossar og knús til ykkar allra frá okkur á Akureyri:-) you know who!!!

P.S. Vonandi batnar fóturinn fljótt Aron;-)