Hér er hún elsku dóttir mín, sem stóð sig eins og hetja í dag og elsku Christoffer hennar, sem var alveg frábær í dag:-) þegar kraftaverkið var að skella á. Ég er svo stolt af ykkur báðum.
Þetta er fallega ömmustelpan mín, hún er bara algjör sykurmoli:-) Það er ekki búið að ákveða nafn á hana ennþá, en hún var 3400 gr og 48 cm löng og fullkomin í alla staði þegar hún fæddist kl 15.58 að staðar tíma.
Ég efast um að það hafi fæðst fallegra barn áður;-)
Og svo sefur hún eins og engill, þessi mynd er tekin þegar hún er 2 og 1/2 klst gömul, hún var búin að fá sér aðeins að drekka og horfði mikið á mömmu sína með fallegu augunum sínum. Amman fór og sótti afa í vinnuna til að hann gæti fengið að sjá hana og hann var alveg sammála mér um að hún er falleg.
Þetta sem ég upplifði í dag er bara geggjað, ég fékk að vera með alveg frá því að þau fóru upp á sjúkrahús og þangað til að sykurmolinn minn kom í heiminn:-) Ég bara get ekki hætt að brosa og vil engin leiðindakomment um það að ég sé að drepast úr væmni, maður má vera væminn þegar maður er orðin amma:-) og hana nú
Koss og knús frá ömmu, afa og tveimur stoltum frændum.
onsdag 8. oktober 2008
Abonner på:
Legg inn kommentarer (Atom)
13 kommentarer:
Elsku Maja mín, við óskum ykkur öllum innilega til hamingju með litlu prinsessuna. Það er alveg rétt hjá þá að hún er gullfalleg og yndisleg :-)
Saknaðarkveðjur,
Gulla
Þá vann ég prins polo.
Stelpan er mjög falleg og pabbin lítur bara líka vel út(mætti raka sig)
Doddi
Til hamingju öll sömul. Hlakka til að sjá ykkur .Langamma á Ísó
Innilegar hamingjuóskir til ykkar allra og kossar og knús til foreldranna, auðvitað er þetta fallegasta barn sem fæðst hefur, allaveganna frá því Aron fæddist.
Hamingjukveðjur,
Ella gella langömmusystir (whoww)
Elsku Maja mín á svona stundum er það FULLKOMLEGA í lagi að vera væmin, ég sit hér og pikka á tölvuna og er með gæsahúð og verki í puttunum yfir því hvað mig langar að knúsa ykkur öll til hamingju með FALLEGU prinsessuna;-) hún er æði og bestu kveðjur til nýbakaðra foreldra og að sjálfssögðu elsku Maja mín og Ásgeir til hamingju með titilinn AMMA OG AFI. Bestu kveðjur til strákanna líka.
Kossar og knús frá Ingu og fjölsk.
Hjartanlegar hamingjuóskir til ykkar allra og þá sérstaklega litlu fjölskyldunar! Hún er ekkert smá sæt þessi prinsessa.... Alveg dásámleg.
Kossar og knús,
Frilli og Auður
nú ertu orðin AMMA!!!!!!!!! til hamingju. Yndislega falleg dama þarna á ferð
Bestu kveðjur til litlu fallegu fjölskyldunnar og auðvitað til AFANS líka
Knús og kremjjj frá Akureyrinni
Til hamingju, til hamingju, til hamingju :) ánægjulegt að sjá litla stelpu í ættinni!
Vildi óska að ég væri að koma með mömmu og pabba til að hitta ykkur öll. Hafið það gott.
þetta er barnabarnið mitt og er sú fegursta stúlka sem ég hef augum litið.
Ásgeir
Bestu heillaóskir með demantinn:-) Bið að heilsa öllum og stórt knús á alla.
Kv Una Hlín.
Til hamingju kaera Alexandra! Og lika til hamingju til Amma Maja!
Kaer kvedja/ Pia
Til hamingju hún er falleg stúlka. Vona að allt gangi ykkur í haginn.
Kær kveðja frá Ásu og co í Århus
Hæhæ innilega til hamingju með ömmubarnið dúlla :)
kveðja Alda frænka í dk...
Legg inn en kommentar