søndag 19. oktober 2008

Kampavín og kavíar

Fyrst 2 myndir af Cassöndru:-) Vil bara láta fólk vita að þjófnaður á myndum af henni er leyfilegur, enda um að gera að sem flestir fái að sjá hana. En hún er með eindæmum stillt stúlka, grætur eiginlega ekkert, nema þegar hún er svöng og svoleiðis. Vona að hún verði svona róleg áfram.
Ingólfurinn minn er voðalega hrifinn af henni, enda ekki annað hægt. Aron fór með myndir af henni í skólan til að sýna bekknum sínum, ferlega stoltur móðurbróðir:-)

En þá að þessu með kampavínið og kavíarinn, þessi bloggfærsla er sko númer 100 hjá mér:-) Ég er ferlega stolt af mér fyrir að hafa nennt þessu svona lengi, en það er nauðsynlegt fyrir ykkur að fá að fylgjast aðeins með okkur.

Núna eru bara 3 daga þangað til að Lúlú og Jón koma til okkar og bara 66 dagar fram að jólum:-) Vona að tengdamamma mín muni eftir kaffi fyrir mig, á nefnilega bara norskt sull:-( og ég get ekki boðið þeim upp á svoleiðis, en ég er að vísu ekki búin að byðja hana um það, en ég geri bara ráð fyrir að hún þekki mig þessi elska:-)

Ég var á ráðstefnu á föstudaginn, það var alveg ferlega gaman, þetta var svona lokapunkturinn eftir 3ja ára vinnu við að gera leikskólana í Vennesla betri en þeir voru.-) Alveg frábært að sjá það svart á hvítu að við erum á réttri leið. Svo er ég að fara til Oslo með leikskólanum í byrjun desember. Við förum á fimmtudegi og komum heim aftur á laugardegi. Við ætlum að skoða einhver leikskóla og sjá hvernig þau haga starfinu hjá sér. Svo verður jólahlaðborð á fimmtudagskvöldinu og á föstudeginum ætlum við á tónleika með De Lillos, ég hlakka mikið til:-)

Koss og knús frá okkur öllum

2 kommentarer:

Anonym sa...

Til hamingju með prinsessuna. rosalega flott stelpa.
Kveðja frá Íslandi Helga og fj

Anonym sa...

til hamingju með hundruðustu færsluna :-)

kv,
Gulla