søndag 5. oktober 2008

Þoka og þvottavéla vandræði

Það var geggjuð þoka hér í morgun þegar ég vaknaði, en rosalega flott.
Það sást ekki á milli húsa.
En svo létti til og sólin skein, en svo byrjaði að rigna, en svo kom sólin aftur og svo kom rigningin. Svona er veðrið búið að vera í allan dag.

En að öðru, við eigum þvottavél sem er 5 ára, hún heitir Zanussi, kölluð Zanna (djók) en undanfarið hefur hún neitað að vinda, eða réttara sagt gerir hún það bara þegar henni hentar. En boj ó boj, þegar hún vindur þá er hávaðinn þvílikur, að það mætti halda að það væru tvær herþotur að lenda inni á baði. Ég er að hugsa um að athuga hvort að hann tengdapabbi minn vilji ekki skoða hana þegar hann kemur og athuga hvort að hann finni út hvað er að henni (annað en þrjóska) ég er nefnilega algjör auli þegar kemur að vélaviðgerðum:-)

Fyrir nokkrum vikum var Ásgeir staddur inni í verslun í Kristiansand, sem væri ekki í frásögu færandi nema að hann rak augun í Prince Polo, jebb með íslenskri innihaldslýsingu og alles. Þannig að hann keypti nokkur stykki fyrir okkur. En síðan þá er hann búinn að kaupa tvo kassa af þessu eðalsúkkulaði, enda er þetta bara hlægilega ódýrt, stykkið af Pólóinu kosta bara 4 kr, en þegar hann var í búðinni í gær að bæta við byrgðirnar okkar, þá segir maðurinn sem á búðina að hann ætli að hætta með verslunina núna um mánaðarmótin. En þetta er svo almennilegur kaupmaður að hann bauðst til að gefa Ásgeiri upp nafnið á heildsölunni sem flytur þetta inn í Norge. Þannig að Ásgeir er að hugsa um að fara bara að selja þetta, ætli hann verði þá ekki kallaður Geiri póló:-)

Við erum ennþá að býða eftir barninu, Jóhanna vinkona segir að hún komi 10 okt. Það væri gaman ef að þið sem lesið þetta setjið inn þá dagsetningu sem ykkur finnst trúlegust. Það verða verðlaun í boði fyrir þann eða þá sem getur upp á réttum degi og verðlaunin verða ekki af verri endanum, 4 stk. Prince Polo í boði Geira póló:-)

Koss og knús frá okkur í Norge

4 kommentarer:

Anonym sa...

Ég veðja á 8. október :-)

kv,
Gulla

Anonym sa...

Hæhæ. Ákvað að kvitta fyrir mig svona einu sinni - kíki hingað inn endrum og eins.

Anonym sa...

Er þetta ekki bara spurningin um 11 okt og nafnið verður Erlendína Rós:-) phahahahahahaha...... right:-)

Kv Inga

Anonym sa...

8.okt seinnipart eda kvöld.
doddi